Bróðurnum sleppt úr haldi

Bróðir Saad al-Hilli, sem var drepinn á ferðalagi um frönsku Alpana árið 2012, var í dag sleppt úr haldi lögreglu. Hann var handtekinn í júní á síðasta ári grunaður um að aðild að morði bróður síns og fjölskyldu hans. Ekki voru hins vegar næg sönnunargögn til að halda honum lengur í varðhaldi, segir í yfirlýsingu lögreglunnar í Surrey á Bretlandi.

„Á þessu stigi eru ekki nægjanleg sönnunargögn til að ákæra hann,“ segir í yfirlýsingunni.

Saad al-Hilli var breskur ríkisborgari en ættaður frá Írak. Hann, eiginkona hans og tengdamóðir voru skotin til bana skammt frá Annecy-vatni í Frakklandi í september árið 2012. Dætur hans, þá sjö og fjögurra ára gamlar, lifðu tilræðið af en hjólreiðamaður sem átti leið hjá var einnig skotinn til bana.

Fljótlega féll grunur á bróðurinn, Zaid al-Hilli. Hann heldur fram sakleysi sínu. Morðrannsóknin er unnin í samvinnu franskra og breskra lögregluyfirvalda.

Zaid al-Hilli er nú laus úr haldi lögreglu.
Zaid al-Hilli er nú laus úr haldi lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert