Miðbær Lærdal brennur

Fjöldi fólks hefur verið fluttur frá miðbæ Lærdal í Noregi í kvöld, en þar standa mörg hús í björtu báli. Slökkviliðinu gekk illa að ná tökum á eldinum og hefur hann borist í mörg hús.

Lögreglan óttaðist um tíma að sprengihætta skapaðist vegna eldsins. Slökkviliðið kallaði út liðsauka. Rauði krossinn aðstoðaði fólk sem þurfti að yfirgefa heimili sín. Mörg timburhús eru í miðbæ Lærdal og hætta á að eldur breiðst frekar út.

 Í gegnum árin hafa margir Íslendingar búið í Lærdal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert