Borgarstjórinn fullur og blótandi

Rob Ford.
Rob Ford. AFP

Borg­ar­stjóri Toronto í Kan­ada, Rob Ford, er enn og aft­ur kom­inn í frétt­irn­ar. Hann hef­ur nú játað að hafa drukkið „smá­veg­is“ á sunnu­dags­kvöldið, eft­ir að mynd­band náðist af hon­um draf­andi og blót­andi. Mynd­bandið var tekið upp á skyndi­bitastað en svo sett á YouTu­be.

Á því sést hvar borg­ar­stjór­inn tal­ar stans­laust um lög­reglu­eft­ir­lit og reyn­ir að bera orðin fram með Jamaíka-hreim.

Er hann var spurður út í at­vikið á skrif­stofu sinni í Torondo viður­kenndi hann að hafa drukkið „smá­veg­is“ aðfaranótt mánu­dags.

„Ég var með nokkr­um vin­um, og það sem ég geri í mínu einka­lífi og með mín­um vin­um, það er mitt mál,“ er haft eft­ir Ford á Sky-sjón­varps­stöðinni.

Hann sagðist ekki telja að hann hefði móðgað neinn með um­mæl­um sín­um. „Svona tala ég við vini mína,“ sagði hann.

Ford sagði í nóv­em­ber að hann væri hætt­ur að drekka áfengi og hefði upp­lifað „guðlegt and­ar­tak“.

Í síðustu viku harðneitaði hann því að vera byrjaður að drekka aft­ur, en þá höfðu náðst af hon­um mynd­ir að skemmta sér á næt­ur­klúbbi.

Ítrekað hef­ur verið ýtt á Ford að segja af sér en það ætl­ar hann svo sann­ar­lega ekki að gera. Í síðustu viku var það svo staðfest að hann ætl­ar að bjóða sig fram sem borg­ar­stjóri á næsta kjör­tíma­bili.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert