Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er enn einu sinni til rannsóknar, nú fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni í sakamáli gegn honum.
Berlusconi var dæmdur fyrir að hafa haft kynmök við vændiskonu sem var ekki orðin lögráða.
Auk Berlusconi eru lögfræðingur hans og nokkrar ungar konur, þar á meðal vændiskonan, sem málið snerist um, Karima El-Mahroug, eða rúbínrauði hjartaþjófurinn, til rannsóknar en Berlusconi hefur áfrýjað dómnum.