Lifði af slysið en svipti sig lífi

Verksmiðjan hrundi til grunna.
Verksmiðjan hrundi til grunna. AFP

Kona sem vann í fataverksmiðju, sem hrundi til grunna í Bangladess í apríl á síðasta ári og var föst í rústum hússins í fjóra sólarhringa, hefur svipt sig lífi. Konan hlaut alvarlega höfuðáverka er verksmiðjan hrundi. 1.135 manns létust í slysinu, sem er það mannskæðasta í iðnaðarsögu landsins.

Konan var 27 ára. Hún hengdi sig á heimili sínum í úthverfi höfuðborgarinnar Dakka.

Konunni var bjargað úr rústum Rana Plaza-byggingarinnar, fjórum dögum eftir að byggingin, sem var níu hæða há, hrundi til grunna.

Hún lá á sjúkrahúsi í nokkra mánuði. 

„Eftir að hún var útskrifuð, kvartaði hún ítrekað um gríðarlega höfuðverki,“ segir talsmaður lögreglunnar.  „Nágrannar sáu hana berja höfðinu í vegginn og hún hafði enga peninga til að kaupa sér lyf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert