Sprengja sprakk fyrir skömmu í höfuðborg Egyptalands, Kaíró. Ekki er vitað hvort um mannfall er að ræða en samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar er að minnsta kosti einn látinn. Svo virðist sem sprengjan hafi verið mjög öfluð en hún sprakk skammt frá höfuðstöðvum lögreglunnar.
Vitni segjast hafa séð reyk yfir miðborginni og einhverjir sem BBC hefur rætt við hafa heyrt byssuhvelli. Fréttir fjölmiðla í Egyptalandi benda til þess að töluverðar skemmdir hafi orðið á lögreglustöðinni og er fjölmennt sjúkralið á staðnum.
Þrjú ár eru liðin frá því Hosni Mubarak var hrakinn frá völdum í Egyptalandi. Fréttamenn sem eru að störfum í Kaíró segja að liðsmenn Bræðralags múslíma hafi boðað mótmæli um allt land í dag eftir föstudagsbænir.