Röð sprengjutilræða skekur Kaíró

Þrjár sprengjur hafa sprungið í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, í morgun, og er óljóst hversu margir hafa látist. Fyrsta sprengjan sprakk fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar og létust fjórir í þeirri sprengingu og tugir særðust. Um bílsprengju var að ræða.

Önnur sprengjan sprakk í bíl nálægt lestarstöð og særðust fjórir lögreglumenn í því tilræði. Sú þriðja sprakk fyrir skömmu fyrir utan lögreglustöð í Talebiya-hverfinu. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látist í þeirri sprengingu.

Tæp þrjú ár eru liðin frá því að Hosni Mubarak var hrakinn frá völdum í Egyptalandi. Fréttamenn sem eru að störfum í Kaíró segja að liðsmenn Bræðralags múslíma hafi boðað mótmæli um allt land í dag eftir föstudagsbænir.

Gígur myndaðist þar sem bíllinn stóð áður en hann sprakk …
Gígur myndaðist þar sem bíllinn stóð áður en hann sprakk í loft uppn AFP
AFP
AFP
AFP
EPA
EPA
EPA
KHALED KAMEL
EPA
EPA
AFP
EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert