Kviknaði í út frá raflínu

Myndin sýnir brennandi hús í bænum Hasvåg.
Myndin sýnir brennandi hús í bænum Hasvåg. AFP

Sveitarfélagið Flatanger í Norður-Þrændalögum í Noregi er nú án símasambands og rafmagns, en þar hafa skógar- og kjarreldar logað síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Svæðið hefur verið girt af í tilraun til að hefta útbreiðslu eldsins, en þarna er afar hvasst og slökkviðið ræður illa við eldinn.

Um 140 byggingar í bæjunum í Hasvåg og Småvære í sveitarfélaginu hafa nú brunnið, flestar eru sumarhús en rúmlega 30 manns hafa fasta búsetu á þessum slóðum, að því er kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Flatanger. Þeir hafa allir verið færðir burt af svæðinu.

Í tilkynningunni segir að ástandið sé alvarlegt, en að engum sé hætta búin. Upptök eldsins eru talin vera neistar frá raflínum, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: 139 byggingar hafa brunnið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert