Á fimmta hundrað íbúar í 180 húsum á eyjunni Frøya í Suður-Þrændalögum í Noregi hafa nú yfirgefið hús sín vegna sinuelda sem kviknuðu í morgun. Fyrst var ekki talin hætta á að eldurinn myndi berast í hús, en með breyttri vindátt er nú talin hætta á því.
Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum, auk starfsfólks almannavarna sem stýrir aðgerðum og fimm þyrlur eru á svæðinu til að nota við slökkvistarf.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan 11 í morgun. Óttast er að hann muni breiða úr sér enn frekar.