Björguðu 175 manns á land

Gríðarlegur fjöldi fólks er á flótta í heiminum enda ríkja …
Gríðarlegur fjöldi fólks er á flótta í heiminum enda ríkja styrjaldir víða. EPA

Ítalska strand­gæsl­an bjargaði 175 ólög­leg­um inn­flytj­end­um sem voru á leið  til fyr­ir­heitna lands­ins. Fólkið var um borð í litl­um bát á Miðjarðar­hafi þar sem köld norðan­átt­in lék það grátt en þrátt fyr­ir kuld­ann var fólkið flest við góða heilsu fyr­ir utan að einn þjáðist af of­kæl­ingu.

Yf­ir­völd á Ítal­íu hafa hand­tekið fimmtán manna áhöfn skips sem var í ná­grenni báts­ins en áhöfn­in er grunuð um smygl á fólki.

Flótta­fólkið, þar á meðan sex börn, eru frá Sýr­landi, Egyptalandi og Írak. Þrátt fyr­ir kulda á þess­um slóðum hef­ur ekk­ert dregið úr flótta­manna­straumn­um til Evr­ópu. Frá því fleiri hundruð ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur drukknuðu í ná­grenni ít­ölsku eyj­unn­ar Lam­pedusa í októ­ber hafa ít­ölsk yf­ir­völd tekið sig veru­lega á í að veita flótta­fólki aðstoð. Hef­ur átta þúsund manns verið bjargað af hafi frá þeim tíma, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá varn­ar­málaráðuneyti Ítal­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka