Björguðu 175 manns á land

Gríðarlegur fjöldi fólks er á flótta í heiminum enda ríkja …
Gríðarlegur fjöldi fólks er á flótta í heiminum enda ríkja styrjaldir víða. EPA

Ítalska strandgæslan bjargaði 175 ólöglegum innflytjendum sem voru á leið  til fyrirheitna landsins. Fólkið var um borð í litlum bát á Miðjarðarhafi þar sem köld norðanáttin lék það grátt en þrátt fyrir kuldann var fólkið flest við góða heilsu fyrir utan að einn þjáðist af ofkælingu.

Yfirvöld á Ítalíu hafa handtekið fimmtán manna áhöfn skips sem var í nágrenni bátsins en áhöfnin er grunuð um smygl á fólki.

Flóttafólkið, þar á meðan sex börn, eru frá Sýrlandi, Egyptalandi og Írak. Þrátt fyrir kulda á þessum slóðum hefur ekkert dregið úr flóttamannastraumnum til Evrópu. Frá því fleiri hundruð ólöglegir innflytjendur drukknuðu í nágrenni ítölsku eyjunnar Lampedusa í október hafa ítölsk yfirvöld tekið sig verulega á í að veita flóttafólki aðstoð. Hefur átta þúsund manns verið bjargað af hafi frá þeim tíma, samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka