Réttað yfir Morsi í dag

Mótmælendur reyndu að hindra för lögmanns Morsis.
Mótmælendur reyndu að hindra för lögmanns Morsis. MAHMOUD KHALED

Réttarhöldin yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, héldu áfram í dag, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa hvatt til morða á mótmælendum í uppreisninni fyrir utan forsetahöllina í desember árið 2012. Fjórtán aðir meðlimir Bræðralags múslíma eru einnig ákærðir fyrir sömu sakir. Réttarhöldunum var í dag frestað fram á þriðjudag.

Flogið var með Morsi með þyrlu úr fangelsinu í Alexandríu þar sem hann er í haldi að réttarsalnum og var hann látinn dúsa í hljóðeinangruðum glerkassa á meðan réttarhöldum stóð til þess að forðast truflanir. 

Í aðskildum réttarhöldum í síðustu viku hrópaði Morsi úr vitnastúkunni í að hann væri lögmætur forseti Egyptalands.

Áður en réttarhöldin hófust réðust mótmælendur að bifreið lögmanns Morsis og reyndu að koma í veg fyrir að hann myndi mæta. 

Í desember bönnuðu stjórnvöld í Egyptalandi starfsemi Bræðralagsins og skilgreina þau nú þennan flokk forsetans fyrrverandi sem hryðjuverkasamtök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert