Borgarstjóri Toronto, Rob Ford, getur ekki einu sinni gengið yfir götu án þess að lenda í vandræðum þessa dagana. Það var reyndar nákvæmlega það sem hann fékk sekt fyrir á föstudagskvöldið.
Borgarstjórinn var að fara yfir götu í Vancouver er lögreglan greip hann og sektaði fyrir að fara yfir götuna á rauðu ljósi. Talsmaður borgarstjórans staðfestir þessar fregnir en Ford var staddur í borginni til að fara í jarðarför móður vinar síns.
Ford komst ítrekað í fréttirnar á síðasta ári, m.a. fyrir að játa að hafa notað kókaín. Dagblaðið Torondo Sun hefur eftir Ford að hann undrist að hafa fengið sekt. Engu væri líkara en að lögreglumennirnir hefðu „lagt mikið á sig“ til að sekta hann.
Lögreglan hefur neitað að tjá sig um málið.