Borgarstjórinn fór yfir á rauðu ljósi

Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada.
Rob Ford er borgarstjóri Toronto í Kanada.

Borg­ar­stjóri Toronto, Rob Ford, get­ur ekki einu sinni gengið yfir götu án þess að lenda í vand­ræðum þessa dag­ana. Það var reynd­ar ná­kvæm­lega það sem hann fékk sekt fyr­ir á föstu­dags­kvöldið.

Borg­ar­stjór­inn var að fara yfir götu í Vancou­ver er lög­regl­an greip hann og sektaði fyr­ir að fara yfir göt­una á rauðu ljósi. Talsmaður borg­ar­stjór­ans staðfest­ir þess­ar fregn­ir en Ford var stadd­ur í borg­inni til að fara í jarðarför móður vin­ar síns.

Ford komst ít­rekað í frétt­irn­ar á síðasta ári, m.a. fyr­ir að játa að hafa notað kókaín. Dag­blaðið Torondo Sun hef­ur eft­ir Ford að hann undrist að hafa fengið sekt. Engu væri lík­ara en að lög­reglu­menn­irn­ir hefðu „lagt mikið á sig“ til að sekta hann.

Lög­regl­an hef­ur neitað að tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert