„Ég grét - ó, Guð“

Jose Salvador Alvarenga var í 16 mánuði á reki um …
Jose Salvador Alvarenga var í 16 mánuði á reki um Kyrrahafið. Skjáskot af Telegraph

Skipbrotsmaður sem var á reki um Kyrrahafið í meira en ár áður en hann komst á land á afskekktri eyju, lifði á skjaldbökum, fuglum og hákörlum sem hann veiddi með höndunum.

Í einkaviðtali við breska blaðið Telegraph segir Jose Salvador Alvarenga, 37 ára, að fyrstu orð hans er hann sá til lands hafi verið „ó, Guð.“ Alvarenga er sjómaður sem fór á veiðar frá Mexíkó í desember árið 2012. 

„Ég var nýbúinn að veiða fugl til að borða og sá þá nokkur tré,“ segir hann í viðtalinu sem tekið var á sjúkrahúsinu í Majuro, höfuðborg Marshall-eyja. 

„Ég grét - ó, Guð. Ég fór á land og svaf. Ég vaknaði um morguninn og heyrði hana gala, sá kjúklinga og lítið hús. Ég sá tvær konur sem hrópuðu og kölluðu. Ég var ekki í neinum fötum - ég var bara á nærbuxunum og þær voru rifnar og tættar.“

Þrátt fyrir þrekraunina virðist Alvarenga við góða heilsu. Ökklar hans voru mjög bólgnir en gat gengið óstuddur. Hann var hins vegar mjög svangur og vildi gjarnan fá brauð en foreldrar hans í El Salvador eru bakarar.

Alvarenga vann við rækju- og hárkarlaveiðar í Mexíkó. Hann var ótrúlega hress er honum var bjargað en syrgði félaga sinn sem var einnig um borð í bátnum, en lést fjórum mánuðum eftir að þá tók að reka.

Sjá viðtalið í Telegraph í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert