Erfðaskrá Mandela birt í dag

Nelson Mandela ásamt eiginkonu sinni Graca Machel
Nelson Mandela ásamt eiginkonu sinni Graca Machel AFP

Skipta­stjóri dán­ar­bús Nel­sons Mandela mun í dag lesa erfðaskrá hans fyr­ir fjöl­skyld­una en tveir mánuðir eru liðnir frá and­láti Mandela. Vitað er að hann læt­ur eft­ir sig tölu­verð auðævi.

Þegar Mandela lést var hann kvænt­ur Graca Machel en fyrri eig­in­kona hans er Winnie Madik­izela-Mandela. Hann læt­ur eft­ir sig rúm­lega 30 af­kom­end­ur, börn, barna­börn og langafa­börn.

Af­kom­end­ur hans hafa löng­um deilt um auðævi hans og nafn og hafa nýtt sér Mandela-nafnið í aug­lýs­inga­skyni, svo sem á vín, fatnað, list­muni ofl.

Á meðan Mandela lá á sjúkra­húsi reyndu dæt­ur hans að láta reka vini Mandela sem um­sjón­ar­menn fjár­fest­ing­ar­sjóða í nafni föður síns. Lög­fræðing­ur dætr­anna var lög­fræðing­ur Mandela áður en þeim lenti sam­an og lög­fræðing­ur­inn var rek­inn. Hann er tal­inn hafa selt falsaða list­muni í nafni Mandela og grætt á því marg­ar millj­ón­ir doll­ara.

Elsta dótt­ir Mandela á að hafa skipt um lás á sveita­bæ Mandela eft­ir and­lát hans til þess að koma í veg fyr­ir að elsta barna­barn hans kæm­ist þar inn og svona mætti lengi telja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert