Margir minnast Hoffmans

00:00
00:00

Lög­reglumaður hef­ur staðið vakt­ina fyr­ir utan bygg­ing­una þar sem Phil­ip Seymour Hoffm­an leigði íbúð síðustu mánuði í dag. Marg­ir hafa lagt blóm­vendi, kerti, mynd­ir og jafn­vel leik­föng við bygg­ing­una.

Krufn­ing fór fram í gær en nú er beðið eft­ir krufn­ing­ar­skýrsl­unni. Talið að Hoffm­an hafi látið lífið eft­ir að hafa tekið of stór­an skammt af fíkni­efn­um.

Lög­regl­an reyn­ir nú að fá heild­ar­mynd af síðustu dög­um leik­ar­ans í þeirri von að hægt verði að finna þá sem seldu hon­um eit­ur­lyf­in sem fund­ust í íbúð hans og hann er tal­inn hafa lát­ist vegna of­neyslu á.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert