Síðustu stundir Hoffmans

Margir hafa minnst Hoffmans, m.a. með því að leggja blóm …
Margir hafa minnst Hoffmans, m.a. með því að leggja blóm fyrir utan íbúð hans í New York. EPA

Dag­inn áður en leik­ar­inn Phil­ip Seymour Hoffm­an fannst lát­inn í íbúð sinni á Man­hatt­an fór hann á eft­ir­lætiskaffi­húsið og fékk sér fjór­fald­an espressó. Um kvöldið fór hann út að borða á veit­ingastaðnum Autom­atic Slims. Allt virt­ist eins og það átti að vera - bæði um morg­un­inn og um kvöldið. En í frétt CNN, þar sem síðustu stund­ir leik­ar­ans eru rakt­ar, kem­ur fram að þeir sem áttu sam­skipti við hann þenn­an dag hafa aðra sögu að segja.

Barn­s­móðir hans seg­ir að hann hafi virst vera í vímu. Veg­far­andi sem heilsaði hon­um úti á götu seg­ir að hann hafi verið „út úr heim­in­um“. Hoffm­an sást oft á reiðhjóli eða á göngu með börn­in sín í hverf­inu sínu, Greenwich Villa­ge í New York. Lög­regl­an reyn­ir nú að fá heild­ar­mynd af síðustu dög­um leik­ar­ans í þeirri von að hægt verði að finna þá sem seldu hon­um eit­ur­lyf­in sem fund­ust í íbúð hans og hann er tal­inn hafa lát­ist vegna of­neyslu á.

Hér að neðan fer sam­an­tekt CNN um síðustu stund­ir Hoffm­ans, þar til hann fannst lát­inn í íbúð sinni á sunnu­dag:

Laug­ar­dags­morg­unn. Hoffm­an fór á kaffi­húsið Chocola­te Bar og pantaði það sama og venju­lega: Fjór­fald­an espressó með ís­mol­um og smámjólk. Hann var einn og spjallaði við starfs­fólkið. „Það virt­ist allt í lagi með hann,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri kaffi­húss­ins. „Hann virt­ist í góðu skapi. Hann var mjög ánægður.“

Um kl. 13.30. Aðstoðar­kona Hoffm­ans ræddi við hann í síma. Hún hélt einnig að ekk­ert amaði að. Hún sagði lög­reglu að hún hefði heim­sótt íbúð Hoffm­ans á föstu­deg­in­um og ekki tekið eft­ir neinu óvenju­legu.

Kl. 14.00. Fyrsta vís­bend­ing um að ekki sé allt með felldu. Mimi O'Donn­ell, barn­s­móðir Hoffm­ans, sá hann í ná­grenni við íbúðina á Man­hatt­an. Hún sagði lög­reglu síðar frá því að hann hefði virst í vímu.

Kl. 17.00. Fram­leiðand­inn Paul Pabst sá Hoffm­an ganga um Greenwichstræti. Syst­ir Pabst, sem var með hon­um, ákvað að heilsa leik­ar­an­um og Hoffm­an virt­ist undr­andi á að ein­hver skyldi þekkja hann á götu. Hann heilsaði engu að síður með því að gefa henni „fimmu“. Syst­ir­in sagði að Hoffm­an hefði virst „út úr heim­in­um“.

Laug­ar­dags­kvöld. Hoffm­an snæddi kvöld­verð með tveim­ur mönn­um á veit­ingastaðnum Autom­atic Slims þar sem hann var tíður gest­ur. Þeir stoppuðu ekki lengi, Hoffm­an borðaði ost­borg­ara og drakk gos. Barþjónn sagði í sam­tali við CNN að þetta hefði virst vera viðskipta­fund­ur.

Um kl. 20.00. O'Donn­ell, barn­s­móðir Hoffm­ans, ræddi við hann í síma. Hann virt­ist vera í vímu, að henn­ar sögn. Ekki hef­ur feng­ist staðfest að Hoffm­an hafi verið í sam­skipt­um við aðra eft­ir þetta sím­tal.

Sunnu­dags­morg­unn kl. 9. Hoffm­an mætti ekki á heim­ili O'Donn­ell til að sækja börn­in sín. Þetta vakti áhyggj­ur henn­ar.

Um kl. 11. O'Donn­ell hafði sam­band við vin Hoffm­ans, leik­skáldið Dav­id Katz, og bað hann að at­huga hvað væri í gangi. Katz og fé­lagi hans fóru strax í íbúð Hoffm­ans þar sem þeir fundu hann lát­inn á baðher­berg­is­gólf­inu með sprautu­nál fasta í vinstri hand­leggn­um. Hann var í stutt­bux­um og stutterma­bol.

Um kl. 11.30. Lög­regl­an var kölluð á vett­vang og kom þangað skömmu síðar. O'Donn­ell fékk í kjöl­farið upp­lýs­ing­ar um það sem hafði gerst.

Í kjöl­farið hef­ur verið upp­lýst að mikið magn af um­slög­um, sem tal­in eru inni­halda heróín, fannst í íbúð Hoffm­ans. Þar fund­ust einnig notaðar sprautu­nál­ar og lyf­seðils­skyld lyf.

Philip Seymour Hoffman.
Phil­ip Seymour Hoffm­an. AFP
Lögreglan fyrir utan íbúð Hoffmans á Manhattan.
Lög­regl­an fyr­ir utan íbúð Hoffm­ans á Man­hatt­an. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert