Alvarenga vill fá frið

Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðina um Kyrrahafið.
Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðina um Kyrrahafið. AFP

Jose Sal­vador Al­var­enga, maður­inn sem sem seg­ist hafa verið á reki um Kyrra­hafið í 13 mánuði, vill fá næði þegar hann snýr aft­ur heim til El Sal­vador. Lækn­ar á Mars­hall-eyj­um hafa skipað hon­um að hvíla sig en heilsa hans hef­ur versnað síðustu daga og hef­ur heim­för hans því verið seinkað.

Til stóð að Al­var­enga færi heim í dag en nú stend­ur til að hann fari heim snemma í næstu viku. Lækn­ar segja hann vera of veik­b­urða til ferðalaga, en hann finn­ur mikið til í bak­inu og þá eru fæt­ur hans bólgn­ir.

Lækn­ar munu ekki hitta Al­var­enga fyrr en á mánu­dag og er því ljóst að hann þarf að bíða alla­vega fram yfir helgi eft­ir heim­kom­unni. Fjöl­miðlar hafa verið beðnir um að láta Al­var­enga og fjöl­skyldu hans í friði.

Al­var­enga seg­ist hafa yf­ir­gefið mexí­kóska þorpið seint í des­em­ber árið 2012 á litl­um fiski­báti ásamt fé­laga sín­um.

Frétt mbl.is: Hvað gerði hann við líkið?

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert