Alvarenga vill fá frið

Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðina um Kyrrahafið.
Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðina um Kyrrahafið. AFP

Jose Salvador Alvarenga, maðurinn sem sem segist hafa verið á reki um Kyrrahafið í 13 mánuði, vill fá næði þegar hann snýr aftur heim til El Salvador. Læknar á Marshall-eyjum hafa skipað honum að hvíla sig en heilsa hans hefur versnað síðustu daga og hefur heimför hans því verið seinkað.

Til stóð að Alvarenga færi heim í dag en nú stendur til að hann fari heim snemma í næstu viku. Læknar segja hann vera of veikburða til ferðalaga, en hann finnur mikið til í bakinu og þá eru fætur hans bólgnir.

Læknar munu ekki hitta Alvarenga fyrr en á mánudag og er því ljóst að hann þarf að bíða allavega fram yfir helgi eftir heimkomunni. Fjölmiðlar hafa verið beðnir um að láta Alvarenga og fjölskyldu hans í friði.

Alvarenga segist hafa yfirgefið mexíkóska þorpið seint í desember árið 2012 á litlum fiskibáti ásamt félaga sínum.

Frétt mbl.is: Hvað gerði hann við líkið?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert