Birtist Hoffman í Hungurleikunum?

Philip Seymour Hoffman
Philip Seymour Hoffman AFP

Phil­ip Seymour Hoffm­an hafði ekki lokið tök­um á seinni mynd­inni sem gerð er eft­ir þriðju bók Suz­anne Coll­ins um Hung­ur­leik­ana, Mock­ingjay eða Hermiskaða, þegar hann lést. Tækn­in gæti þó gert hon­um kleift að birt­ast í að minnsta kosti einu af atriðunum sem átti eft­ir að taka upp með aðstoð tækni­brellna og annarr­ar tækni.

Hoff­mann hafði þegar lokið tök­um á þriðju kvik­mynd­inni en átti sjö daga eft­ir við töku á þeirri fjórðu, sem byggð er á seinni hluta þriðju bók­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu frá Li­ons­ga­te, kvik­mynda­ver­inu sem fram­leiðir mynd­irn­ar, skömmu eft­ir and­lát leik­ar­ans kom fram fram að and­lát hans myndi ekki hafa áhrif á frum­sýn­ing­ar mynd­anna tveggja sem gerðar verða eft­ir þriðju bók­inni. Talsmaður Li­ons­ga­te neitaði að tjá sig um málið þegar AFP-frétta­stof­an spurðist fyr­ir um það í dag.

Útför Hoffm­ans fór fram í dag í kyrrþey. Fór hún fram í Kirkju heil­ags Ignatius Loyola á Man­hatt­an og fengu 400 manns að vera viðstadd­ir at­höfn­ina. Síðar í mánuðinum verður hald­in minn­ing­ar­at­höfn um Hoffm­an og verður fleir­um boðið til þeirr­ar at­hafn­ar en nú.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert