Alvarenga fluttur um set

Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðalagið um Kyrrahafið.
Jose Salvador Alvarenga, fyrir og eftir ferðalagið um Kyrrahafið. AFP

Jose Salvador Alvarenga, maðurinn sem sem segist hafa verið á reki um Kyrrahafið í 13 mánuði, hefur nú verið fluttur um set á Marshall-eyjum. Ekki er gefið upp hvar hann dvelur en hann var fluttur vegna ágangs fjölmiðla sem fylgjast með máli mannsins.

Alvarenga var fluttur af hóteli á eyjunum að næturlagi, samkvæmt heimildum CNN. Öryggisverðir standa þó enn vaktina fyrir utan herbergið þar sem Alvarenga dvaldi og á það að gefa til kynna að hann sé enn á hótelinu.

Alvarenga hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er talið að hann fái að snúa aftur heim til El Salvador eftir helgi. Heimför hans hafði áður verið frestað, en Alvarenga þótti ekki nægilega heilsuhraustur fyrir ferðalagið.

Frétt mbl.is: Alvarenga vill fá frið

Frétt mbl.is: Hvað gerði hann við líkið?

Dóttir Jose Salvador Alvarenga.
Dóttir Jose Salvador Alvarenga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert