Segist ekki ábyrgur fyrir dauða Hoffmans

Philip Seymour Hoffman
Philip Seymour Hoffman AFP

„Ég drap hann ekki og ég hefði ekki getað bjargað hon­um,“ seg­ir Robert Vine­berg, einn þeirra sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við rann­sókn á dauða Phil­ips Seymours Hoffm­ans. Leik­ar­inn fannst lát­inn sl. sunnu­dag og er talið að hann hafi tekið of stór­an skammt af heróíni. Krufn­ing hef­ur farið fram en hún þótti ekki full­nægj­andi og því verða gerðar fleiri rann­sókn­ir áður en hægt verður að staðfesta bana­mein hans. 

Blaðamaður New York Post heim­sótti Vine­berg í fang­elsi, en hann sit­ur nú í gæslu­v­arðhaldi. Robert Vine­berg, 57 ára, lék á saxó­fón á plötu Winehou­se Franks árið 2003.

„Ef ég hefði vitað að hann væri í bæn­um hefði ég stungið upp á því að fara á AA-fund. Ef ég hefði verið með hon­um hefði þetta ekki gerst. Ekki á minni vakt,“ seg­ir Vine­berg, en þeir Hoff­mann höfðu þekkst í rúmt ár.

Vine­berg hef­ur áður neitað að hafa selt pok­ana 73 af heróíni sem fund­ust í íbúð Hoffm­ans. Hann vildi þó ekki svara því hvort hann hefði selt Hoffm­an eit­ur­lyf í gegn­um tíðina.

Í viðtal­inu seg­ist Vine­berg síðast hafa séð Hoffm­an í októ­ber og hafi leik­ar­inn þá verið und­ir áhrif­un eit­ur­lyfja. Í kjöl­farið hafi hann farið í 28 daga meðferð og því næst ferðast til Atlanta vegna vinnu við Hung­ur­leik­ana.

Vine­berg seg­ir að þeir fé­lag­arn­ir hafi síðast rætt sam­an í des­em­ber í gegn­um tölvu­póst og sms. Síma­núm­er Hoffm­ans fannst í síma Vine­bergs og tveggja annarra. „Hann sendi mér skila­boð í des­em­ber og sagðist vera edrú,“ seg­ir Vine­berg og full­yrðir að Hoffm­an hafi notað tíu poka af heróíni á hverj­um degi.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert