Reyndi að forðast athyglina

Skipbrotsmaðurinn Jose Salvador Alvarenga kom heim til El Salvador í dag eftir að hafa rekið um Kyrrahafið í þrettán mánuði. Hann var í hjólastól við komuna til landsins og tók fjölmennt lið á móti honum á flugvellinum.

Alvarenga sagði fátt við komuna heim, muldraði aðeins nokkur orð en tvær vikur eru liðnar síðan hann komst í land á Marshall-eyjum. Þegar utanríkisráðherra El Salvador, Jaime Miranda, rétti honum hljóðnema á flugvellinum í nótt ýtti Alvarenga honum frá sér og reyndi að forðast kastljós fjölmiðla. 

Alvarenga er 37 ára. Hann hafði orðið fyrir miklum vökvaskorti á ferðalaginu. Hann segist hafa veitt sér til matar og m.a. drukkið skjaldbökublóð og safnað regnvatni.

Jose Salvador Alvarenga við komuna heim
Jose Salvador Alvarenga við komuna heim AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert