Lögreglan á slóð morðingjans

AFP

Franska lögreglan handtók í dag 48 ára gamlan mann í tengslum við rannsókn á morði í nágrenni Annecy-vatns í frönsku Ölpunum í september 2012. Saad al-Hilli, Iqbal eiginkona hans og móðir hennar voru skotin til bana í skógarlundi í nágrenni vatnsins. Franskur hjólreiðamaður sem átti leið hjá var einnig skotinn til bana.

Saksóknari í Annecy Eric Maillaud segir að maðurinn, sem er frá Haute-Savoie-héraði, sé í varðhaldi en hann er talinn vera á mynd sem lögreglan birti í nóvember í fyrra.

Tvær ungar dætur hjónanna lifðu árásina. Önnur stúlkan fannst á lífi nokkrum klukkutímum eftir að lögreglan mætti á staðinn, en hún gerði sér ekki strax grein fyrir að lifandi barn væri í bílnum undir líki móður sinnar.

Vitni segja að maður á vélhjóli hafi farið um veginn þar sem bíll fjölskyldunnar fannst. Teikningin sem birt var í nóvember sýnir mann með hökuskegg og hjálm á höfðinu. Hjálmurinn er af óvenjulegri gerð en hann opnast á hlið. Lögreglan segir að vélhjólamaðurinn hafi því getað opnað hjálminn og talað við aðra manneskju án þess að taka hann af sér. 

Teikningin sem lögreglan dreifði í fyrra.
Teikningin sem lögreglan dreifði í fyrra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert