Zaid al Hilli, sem var í haldi bresku lögreglunnar um tíma, grunaður um að standa að baki morðinu á bróður sínum og fjölskyldu hans í frönsku Ölpunum, segist feginn að nú sé búið að handtaka annan mann sem grunaður er um morðið. Bróðurnum var sleppt fyrir nokkrum dögum þar sem ekki þóttu næg sönnunargögn gegn honum í málinu.
Í gær var handtekinn í Frakklandi 48 ára fyrrverandi lögreglumaður vegna málsins. Samkvæmt frétt Sky-fréttastofunnar var hann rekinn úr lögreglunni í júní. Sky segir að um sé að ræða mann að nafni Eric Devouoassoux.
Fram kemur í fréttinni að símatalaskrár sýni að hann var í nágrenni vettvangsins þar sem fjórir voru myrtir í september árið 2012: Hjón, móðir eiginkonunnar og hjólreiðamaður sem kom að morðingjanum. Tvær dætur hjónanna voru einnig á svæðinu en þær lifðu árásina af.
Bróðirinn, al Hilli, segir í samtali við Sky að hann sé mjög ánægður að nú sé loks búið að handataka einhvern vega málsins.
Handtakan er sú fyrsta í Frakklandi vegna málsins.