O'Donnel fær allar eignir Hoffmans

Mimi O'Donnell í útför Hoffmans, sambýlismanns síns til fimmtán ára.
Mimi O'Donnell í útför Hoffmans, sambýlismanns síns til fimmtán ára. Kena Betancur

Mimi O'Donn­el, sam­býl­is­kona Phil­ips Seymours Hoffm­ans til fimmtán ára, fær all­ar eign­ir hans í arf, sam­kvæmt heim­ild­um vefs­ins TMZ.

Þau kynnt­ust þegar þau unnu að leik­verk­inu In Ar­ab­ia We'd All be Kings, sem Hoffm­an leik­stýrði, árið 1999. Þau eignuðust son, Cooper, árið 2003 og tvær dæt­ur, Tallu­lah, fædd 2006, og Willa, fædd 2008.

TMZ seg­ist hafa und­ir hönd­um erfðaskrá Hoffm­ans, sem var rituð árið 2004. Þar kem­ur fram að Hoffm­an vildi að Cooper yrði al­inn upp í New York. Ef það yrði ekki hægt óskaði hann þess að Cooper yrði al­inn upp í Chicago eða San Francisco. Ef það yrði ekki held­ur mögu­legt vonaðist Hoffm­an til þess að hann myndi heim­sækja þess­ar borg­ir að minnsta kosti tvisvar sinn­um á ári.

Hoffm­an fannst lát­inn á heim­ili sínu í byrj­un fe­brú­ar­mánaðar eft­ir að hafa tekið of stór­an skammt af eit­ur­lyfj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert