François Hollande, forseti Frakklands, er væntanlegur til Mið-Afríkulýðveldisins í dag. Þrír mánuðir eru liðnir síðan hann ákvað að auka við herafla Frakka í landinu. Forseti Mið-Afríkulýðveldisins vill að hermenn Frakka og annarra Afríkuríkja noti alla þá heimild sem Sameinuðu þjóðirnar veittu til að stöðva stríðið. Yfirmaður franska herliðsins í landinu segir hins vegar að stjórnvöld í landinu verði að sjálf að láta til sín taka.
Í þessari viku bættust 400 franskir hermenn við hópinn sem fyrir er í Mið-Afríkulýðveldinu.
Hollande mun hitta forsetann, Catherine Samba Panza.
„Íbúar Mið-Afríkulýðveldisins verða að taka þátt í uppbyggingu landsins. Við gerum þegar mikið,“ sagði hershöfðinginn Francisco Soriano.