Skipstjórinn sagði fjölmiðlum til syndanna

Ítalski skipstjórinn Francesco Schettino úthúðaði fjölmiðlamönnum í gær þegar hann kom í fyrsta skipti um borð í skemmtiferðaskipið Costa Concordia eftir að það steytti á skeri nálægt eyjunni Giglio við vesturströnd Ítalíu 13. janúar 2012 með þeim afleiðingum að 32 fórust. Schettino hefur verið ákærður fyrir manndráp og að hafa yfirgefið skipið á undan farþegum.

Þegar fjölmiðlamenn spurðu Schettino hvers vegna hann hefði farið af skipinu á undan farþegum húðskammaði hann þá fyrir að saka hann um hugleysi, uppnefna hann m.a. „kafteininn kjarklausa“. „Þið eruð enn að tala um að ég hafi yfirgefið skipið!“ hrópaði hann. „Það þýðir að þið hafið ekki skilið neitt, fjárinn hafi það!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert