Pútín fær grænt ljós

Vladímír Pútin, forseti Rússlands.
Vladímír Pútin, forseti Rússlands. MIKHAIL KLIMENTYEV

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur fengið grænt ljós frá efri deild rússneska þingsins til að senda vopnaðar hersveitir til Úkraínu. Þá samþykkti þingið jafnframt að kalla sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum heim.

Pútín óskaði fyrr í dag eftir því að rússneska þingið veitti honum heimild fyrir því að beita vopnuðum hersveitum í Úkraínu, að því er segir í frétt AFP.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagt að rússnesk stjórnvöld hafi sent um sex þúsund rússneska hermenn til Krímskaga á síðasta sólarhring. Hermenn hafa tekið varðstöðu við þinghús í borginni Simferopol á skaganum, en ekki er vitað hvoru herliðinu þeir tilheyra.

Leiðtogar vestrænna ríkja hafa í gær og í dag hvatt rússnesk stjórnvöld til að virða sjálfstæði Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert