Snýst um pólitík, ekki kyn

Eitt helsta kennileiti Parísar, Eiffel turninn
Eitt helsta kennileiti Parísar, Eiffel turninn AFP

Það er ljóst að næsti borg­ar­stjóri Par­ís­ar verður kona. Þetta er kannski eitt­hvað sem Íslend­ing­um þykir ekki merki­legt enda meira en hálf öld liðin frá því kona tók fyrst við starfi borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Fyrst ís­lenskra kvenna til að verða borg­ar­stjóri var Auður Auðuns sem varð borg­ar­stjóri árið 1959 og gegndi því starfi í tæpt ár.

En í Frakklandi hef­ur það aldrei gerst að borg­ar­stjóri höfuðborg­ar lands­ins sé kona, ekk­ert frek­ar en í Bretlandi, Jap­an, Þýskalandi eða Bras­il­íu svo fá­ein lönd séu nefnd til sög­unn­ar.

Eina hlut­verk kvenna að fram­leiða börn

Eitt er víst að Na­po­leon Bonapar­te mun snúa sér við í gröf­inni í lok mars að aflokn­um borg­ar­stjóra­kosn­ing­um í Par­ís. En eins og frægt er þá lét þessi fyrr­ver­andi leiðtogi Frakka þau orð falla að hlut­verk kvenna væri eitt: að fram­leiða börn.

Það er hins veg­ar ólík­legt að þær Anne Hi­dal­go, nú­ver­andi aðstoðar­borg­ar­stjóri og fram­bjóðandi Sósí­al­ista­flokks­ins og Nathalie Kosciu­sko-Morizet, fyrr­ver­andi ráðherra í rík­is­stjórn Nicolas Sar­kozy og fram­bjóðandi hægri­flokks­ins UMP, láti þessi um­mæli Na­po­leons hafa nokk­ur áhrif á sig. Enda snýst valið um póli­tík, ekki kyn.

Sandrine Leveue, stjórn­mála­fræðipró­fess­or við Sor­bonne há­skóla í Par­ís, seg­ir í sam­tali við For­bes að með því að kona verði borg­ar­stjóri skap­ist ákveðin ímynd af borg­inni. Enda sé borg­ar­stjór­inn and­lit borg­ar­inn­ar út á við.

Bresk­ir og banda­rísk­ir fjöl­miðlar hafa tals­vert skrifað um breytt lands­lag í póli­tík Par­ís­ar­borg­ar og hafa jafn­vel gengið svo langt að segja að þetta sé í fyrsta skipti í tvö þúsund ár sem kona stýr­ir Par­ís­ar­borg. Ekki er það nú al­veg rétt hjá þeim þar sem Par­ís eignaðist sinn fyrsta borg­ar­stjóra í frönsku bylt­ing­unni, eða nán­ar til­tekið dag­inn eft­ir Bastillu­dag­inn. Því á Bastillu­dag­inn, þann 14. júlí 1789 var yf­ir­maður kaup­manna sem réðu lög­um og lof­um í Par­ís skot­inn á tröpp­um ráðhúss­ins í Par­ís. Það þýðir að fyrsti borg­ar­stjór­inn var kjör­inn fyr­ir 225 árum ekki 2000.

Í dag er sósí­alist­inn Bertrand Delanoë borg­ar­stjóri í Par­ís en hann hef­ur gegnt embætt­inu frá ár­inu 2001. Hann gef­ur ekki kost á sér til end­ur­kjörs en fyrri um­ferð borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna fer fram þann 23. mars, sama dag og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram ann­ars staðar í land­inu. 30. mars er síðan seinni um­ferðin en þá er kosið milli þeirra tveggja fram­bjóðenda sem fá flest at­kvæði í fyrri um­ferðinni. Talið er nán­ast ör­uggt að það verði þær Hi­dal­go og Kosciu­sko-Morizet sem keppi um hylli kjós­enda enda flokk­ar þeirra stærstu flokk­arn­ir í Frakklandi.

Það er eft­ir tölu­verðu að slægj­ast að stýra tutt­ugu hverf­um höfuðborg­ar Frakk­lands enda þykir starf borg­ar­stjóra Par­ís­ar koma næst embætti for­set­ans. Ef horft er um öxl sést að borg­ar­stjóra­stóll­inn hef­ur oft verið stökkpall­ur þeirra sem síðar sækj­ast eft­ir því að flytja inn í for­seta­höll­ina (Élysée-höll). Jacqu­es Chirac var meðal ann­ars borg­ar­stjóri frá 1977 til 1995 er hann tók við embætti for­seta.

En hvaða kon­ur eru þetta sem sækj­ast eft­ir starfi borg­ar­stjóra?

Fram­bjóðandi sósí­al­ista, Anne Hi­dal­go, er 54 ára að aldri, fædd 19. júní árið 1959. Hún er fædd í San Fern­ando í Andal­ús­íu á Spáni. Afi henn­ar flúði til Frakk­lands með fjöl­skyldu sína við lok spænsku borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar en snéri aft­ur til Spán­ar. Kona hans lifði það hins veg­ar ekki að snúa heim aft­ur og afi henn­ar, sem var sósí­alisti, var dæmd­ur til dauða við kom­una til Spán­ar. Dómn­um var síðar breytt í lífstíðarfang­elsi. Faðir Anne flutti til Frakk­lands ásamt fjöl­skyldu, eig­in­konu og tveim­ur dætr­um Anne og Marie, árið 1961 og sett­ist fjöl­skyld­an að í út­hverfi Lyon, Vaise, þar sem Anne Hi­dal­go ólst upp í tví­tyngdu um­hverfi þar sem hún og Marie töluðu sam­an frönsku en spænsku við for­eldra sína. For­eldr­ar henn­ar búa nú á Spáni en Marie býr í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um.

Alltaf í skugga Delanoë

Hi­dal­go, sem er fé­lags­fræðing­ur að mennt, hef­ur starfað með sósí­al­ista­flokkn­um lengi og komið að borg­ar­mál­um allt frá því Delanoë tók við starfi borg­ar­stjóra fyr­ir þrett­án árum og er stund­um nefnd krón­prins­ess­an. Er nú talið að það sé einn af henn­ar akki­les­ar­hæl­um hversu vin­sæll borg­ar­stjóri hann er því hún hef­ur alla tíð staðið í skugga hans og fáir þekkja til henn­ar verka. Það er hins veg­ar til mik­ils að vinna fyr­ir for­seta Frakk­lands, sósí­al­ist­ann Franço­is Hollande, sem er senni­lega óvin­sæl­asti for­seti sem landið hef­ur átt. Ef bar­átt­an um Par­ís tap­ast er illt í efni þegar jafn­vel íbú­ar höfuðborg­ar­inn­ar hafa snúið baki við flokkn­um.

Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra

Henn­ar helsti keppi­naut­ur, Nathalie Geneviève Marie Kosciu­sko-Morizet, sem er yf­ir­leitt kölluð NKM, er fram­bjóðandi UMP hægri­flokks­ins. NKM, sem er menntaður verk­fræðing­ur, er fædd þann 14. maí 1973 og er því fer­tug að aldri. Hún er nú borg­ar­stjóri í Longju­meua, sem er eitt út­hverfa Par­ís­ar en var áður um­hverf­is­ráðherra í rík­is­stjórn Franço­is Fillon en lét af því starfi árið 2012 til þess að stýra bar­áttu Nicolas Sar­kozy fyr­ir end­ur­kjöri sem for­seti Frakk­lands.

NKM er af pólsk­um ætt­um og á sér djúp­ar póli­tísk­ar ræt­ur en hún var sjálf fyrst kjör­in á þing 29 ára göm­ul. Afi henn­ar var sendi­herra Frakk­lands í Banda­ríkj­un­um á sín­um tíma og faðir henn­ar tók einnig þátt í stjórn­mál­um. Eig­inmaður henn­ar, Jean-Pier­re Phil­ippe, teng­ist líka franskri póli­tík en ekki sama flokki og hún því hann hef­ur starfað lengi með sósí­al­ist­um. Jean-Marc Germain, eig­inmaður Hi­dal­go, er einnig starf­andi í stjórn­mál­um en hann hef­ur meðal ann­ars unnið náið með fyrr­ver­andi for­manni Sósí­al­ista­flokks­ins, Mart­ine Aubry.

NKM hef­ur vakið at­hygli fyr­ir klæðaburð sem þykir ekki sá ódýr­asti í bæn­um en hún hef­ur sterk tengsl inn í yf­ir­stétt­ina í Par­ís. Franska viku­ritið Le Po­int benti á það árið 2012 að hún gengi í Hermés leður­stíg­vél­um sem kostuðu 1.700 evr­ur á þeim tíma. Hún var ný­verið spurð að því í viðtali hvort hún gengi enn í stíg­vél­un­um og svaraði hún að bragði: Auðvitað, ég hendi þeim ekki – er ekki í lagi með þig?

Fatnaður, snyrt­ing og hár­greiðsla helsta umræðuefnið

Und­an­farið hef­ur verið tekið eft­ir því að fata­stíll henn­ar er að verða rokkaðri. Eins hafa fjöl­miðlar fjallað mikið um hár­greiðslu henn­ar og snyrt­ingu líkt og hjá keppi­naut henn­ar, Anne Hi­dal­go. Nokkuð sem ekki hef­ur verið áber­andi í um­fjöll­un franskra fjöl­miðla þegar karl­ar eru í fram­boði.

En þrátt fyr­ir að vera ólík­ar um margt stefna þær báðar að sama mark­miði – að koma Par­ís aft­ur á kortið sem heims­borg. Að borg­in höfði til ungra frum­kvöðla, meðal ann­ars á há­tækni­sviðinu. NKM hef­ur meðal ann­ars reynt að höfða til ungra Par­ís­ar­búa sem í dag velja að búa í Lund­ún­um eða Berlín frem­ur en Par­ís. Hún tel­ur að það sé nær fyr­ir evr­ópsk­ar borg­ir að standa sam­an og mynda heild í bar­átt­unni við að halda ungu framúrsk­ar­andi fólki í álf­unni í sam­keppn­inni við Pek­ing og aðrar stór­borg­ir í Asíu.

Græn gildi of­ar­lega á stefnu­skránni

Þær eru báðar áhuga­sam­ar um að auka græn gildi í borg­inni og hafa báðar lýst því yfir að skatt­ar verði ekki hækkaðir í Par­ís ef þær ná kjöri.

Madani Cheurfa, stjórn­mála­skýr­andi hjá Cevipof rann­sókn­ar­setr­inu seg­ir í sam­tali við breska dag­blaðið Guar­di­an um síðustu helgi að hann telji að lít­ill áhugi sé á kosn­ing­un­um meðal Par­ís­ar­búa enda ríki al­menn­ur póli­tísk­ur doði meðal al­menn­ings í Frakklandi þrátt fyr­ir að ein­ung­is séu nokkr­ar vik­ur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Sam­setn­ing Par­ís­ar­búa er tölu­vert frá­brugðin því sem geng­ur og ger­ist ann­ars staðar í land­inu. 41,7% Par­ís­ar­búa hafa lokið lang­skóla­námi en hlut­fallið fyr­ir landið í heild er 12%. Eins búa 51,3% Par­ís­ar­búa ein­ir en landsmeðaltalið er 33%. Cher­urfa seg­ir að íbú­ar Par­ís­ar hafi yf­ir­leitt mun meiri áhuga á stjórn­mál­um held­ur en aðrir lands­menn en lít­ill mun­ur sé á milli tveggja helstu fram­bjóðend­anna.

Áhersl­ur þeirra séu svipaðar enda all­ir sam­mála um að það verði að berj­ast gegn at­vinnu­leys­inu, aðstoða heim­il­is­lausa og berj­ast við krabba­mein. „Það er eins og að segja að stríð sé af hinu vonda. Það eru all­ir sam­mála því séu þeir spurðir.“

Eins eru all­ir sam­mála um að gera þurfi úr­bæt­ur á hús­næðismarkaðnum og sam­göngu­mál­um borg­ar­inn­ar. Tvö síðast­nefndu atriðin séu þau atriði sem skipti borg­ar­búa mestu sam­kvæmt skoðana­könn­un­um sem og bar­átt­an við glæpi. Vanda­málið sé bara það að áhersl­ur þeirra NKM og Hi­dal­go séu nán­ast þær sömu í þess­um mála­flokk­um. Eini mun­ur­inn sé hversu marg­ar nýj­ar íbúðir og leik­skól­ar muni rísa og á hversu löng­um tíma.

Heim­il­is­laus­ir illa séðir

En heim­il­is­laus­ir og at­vinnu­laus­ir menn sem blaðamaður Guar­di­an hitti að máli eru kannski ekki með fast­mótaðar hug­mynd­ir um hvar sé best að koma fyr­ir næstu sund­laug, næt­ur­klúbb eða veit­ingastað í borg­inni líkt og þær hafa rætt um á kosn­inga­fund­um.

Menn­irn­ir, sem eru á ólík­um aldri og upp­runa, bera þess sterk merki að hafa haldið til á göt­unni lengi þar sem þeir standa í hnapp skammt frá Place de la Répu­blique, við fyrr­ver­andi neðanj­arðarlest­ar­stöðina Saint Mart­in. Stöðin er nú skýli fyr­ir heim­il­is­lausa og það sem þess­ir menn þurfa á að halda er kaffi, morg­un­verður, sturta og ráðgjöf. Jafn­vel bæk­ur til að lesa. Nokkuð sem þeim er veitt í at­hvarf­inu sem er rekið af Hjálp­ræðis­hern­um. En ekki er víst að þeim verði að ósk sinni. Að minnsta kosti ekki ef draum­ur margra verður að veru­leika, að losna við fá­tæka út úr hverf­inu og fá þess í staðinn fleiri auðmenn til að setj­ast þar að og reka fyr­ir­tæki.

Guar­di­an vís­ar í út­tekt sinni í um­fjöll­un franskra fjöl­miðla um þær Hi­dal­go og NKM og þau mis­tök sem þær hafa orðið upp­vís­ar að í bar­átt­unni. Má þar nefna þegar Hi­dal­go mætti á kynn­ing­ar­fund um hug­mynd­ir sín­ar um framtíð Avenue Foche þar sem marg­ir millj­arðamær­ing­ar búa. Hún vill breyta breiðgöt­unni í grænt svæði og byggja stjórn­sýslu­bygg­ing­ar, við litla hrifn­ingu íbú­anna. Mætti hún á kynn­ing­ar­fund­inn á Smart bif­reið sem þótti frek­ar fyndið og eig­in­lega vand­ræðaleg upp­gerð hjá fram­bjóðand­an­um. Svona svipað því þegar borg­ar­stjóri Lund­úna­borg­ar, Bor­is John­son, lét mynda sig í strætó, seg­ir í grein Guar­di­an.

Gæti verið aug­lýs­ing fyr­ir hrukkukrem

Ekki þótti betra þegar kosn­inga­vegg­spjald Hi­dal­go var kynnt ný­verið en mynd­in af fram­bjóðand­an­um þykir helst minna á aug­lýs­ingu fyr­ir hrukkukrem, svo mikið var búið að eiga við mynd­ina. Eða eins og Jacqu­es Séguéla, þekkt­ur al­manna­teng­ill í Frakklandi sagði í sam­tali við Le Parisien: „Það er bara ekk­ert eðli­legt við hana.“

En það eru ekki bara aðstoðar­menn Hi­dal­go sem hafa gert mis­tök við að koma sín­um fram­bjóðenda í frétt­irn­ar því NKM hef­ur átt sína spretti. Má þar nefna mynd af henni á reiðhjóli sem hægt er að fá lánað ókeyp­is hjá borg­inni (Vélib‘) með tvö þúsund evra hand­tösku í reiðhjóla­körf­unni. Ekki vöktu háu hæl­arn­ir sem hún var á þar sem hún þeysti um á skell­inöðru minni at­hygli. Eða þegar hún gerði ít­rekuð mis­tök er hún fjallaði fjálg­lega um leið 13 í neðanj­arðarlest­ar­kerf­inu og hafði síðan ekki hug­mynd um hvað lest­armiðinn kostaði, að því er seg­ir í grein Guar­di­an un síðustu helgi.

Skoðanakann­an­ir sem hafa verið birt­ar und­an­farn­ar vik­ur benda all­ar til þess að kosið verði á milli þeirra tveggja í ann­arri um­ferð kosn­ing­anna þann 30. mars nk. og að Hi­dal­go muni hafa bet­ur með 54% at­kvæða. En mjótt er á mun­um og ým­is­legt get­ur gerst á loka­sprett­in­um.

Nathalie Kociusko-Morizet og Anne Hidalgo eru í efri röð en …
Nathalie Kociu­sko-Morizet og Anne Hi­dal­go eru í efri röð en fyr­ir neðan eru aðrir fram­bjóðend­ur um borg­ar­stjóra­stól­inn.Christophe Najdovski,EELV, Danielle Simmo­net -Parti de gauche - og Wallerand de Saint-just -Front nati­onal. AFP
Nathalie Kosciusko-Morizet
Nathalie Kosciu­sko-Morizet AFP
Anne Hidalgo
Anne Hi­dal­go AFP
Bertrand Delanoë borgarstjóri í París, Anne Hidalgo og Eric Lejoindre …
Bertrand Delanoë borg­ar­stjóri í Par­ís, Anne Hi­dal­go og Eric Lejo­indre sem sæk­ist eft­ir starfi borg­ar­stjóra í 18 hverfi AFP
Nathalie Kosciusko-Morizet
Nathalie Kosciu­sko-Morizet AFP
Anne Hidalgo kynnir hér áætlanir sínar fyrir Place de la …
Anne Hi­dal­go kynn­ir hér áætlan­ir sín­ar fyr­ir Place de la Bastille AFP
Nathalie Kosciusko-Morizet við Saint Lazare lestarstöðina
Nathalie Kosciu­sko-Morizet við Saint Lazare lest­ar­stöðina AFP
Nathalie Kosciusko-Morizet
Nathalie Kosciu­sko-Morizet AFP
AFP
Anne Hidalgo
Anne Hi­dal­go AFP
Anne Hidalgo á landbúnaðarsýningunni í París
Anne Hi­dal­go á land­búnaðar­sýn­ing­unni í Par­ís AFP
Anne Hidalgo á kostningafundi í 20. hverfi
Anne Hi­dal­go á kostn­inga­fundi í 20. hverfi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert