„Við fengum áfall þegar við heyrðum hvað konur og stúlkur í Mið-Afríkulýðveldinu þurfa að glíma við,“ segir Chelsea Purvis frá Alþjóðlegu björgunarnefndinni (e. International Rescue Committee) en fulltrúar hennar fóru um landið á dögunum. Af 125 konum sem nefndin ræddi við í Bangui hafði 86% verið nauðgað og nærri 70% orðið fyrir hópnauðgun.
Chelsea segir að svona sé veruleiki kvenna í landinu. „Þetta er ofbeldið sem við sjáum þær verða fyrir og það er hryllilegt. Konurnar reyna á erfiðum tímum í landinu að halda fjölskyldum sínum og samfélaginu saman en þegar þær safna eldiviði eða sækja mat verða þær fyrir árásum sem þessum.“