Rob Ford hjá Jimmy Kimmel

Rob Ford
Rob Ford nymag.com

Rob Ford, borg­ar­stjóri Toronto, var gest­ur banda­ríska þátta­stjórn­and­ans og grín­in­st­ans Jimmys Kimmels í síðustu viku. Kimmel sagðist hafa verið mjög hissa þegar borg­ar­stjór­inn féllst á að koma í þátt­inn til hans, og gerði stólpa­grín að þess­um um­deilda stjórn­mála­manni.

Þeir fóru í sam­ein­ingu yfir nokk­ur af þekkt­ustu mynd­bönd­um borg­ar­stjór­ans, en hann hef­ur reglu­lega kom­ist í vanda vegna ým­is­kon­ar mis­ferl­is og hef­ur verið svipt­ur flest­um þeim völd­um sem fylgja borg­ar­stjóra­embætt­inu.

Þrátt fyr­ir það býður hann sig fram til borg­ar­stjóra á ný í kosn­ing­um sem fara fram hinn 27. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert