Jens Stoltenberg tekur við NATO

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og nýr framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og nýr framkvæmdastjóri NATO. AFP

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var útnefndur næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) í dag. Hann tekur við stöðunni af Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forætisráðherra Danmerkur, sem gegnt hefur henni frá árinu 2009.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá NATO samkvæmt frétt AFP. Þar segir að Stoltenberg taki formlega við stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins 1. október á þessu ári þegar ráðningartíma Rasmussens ljúki. Fram kemur í fréttinni að Stoltenberg, sem er hagfræðingur að mennt, hafi verið mikill andstæðingur NATO sem ungur maður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert