Gróf sig út úr fangelsi í Svíþjóð

www.norden.org

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð leitar nú að manni sem tókst að flýja úr fangelsi með því að grafa sig út. Maðurinn sat inni fyrir gróf rán og lögreglan lítur á hann sem hættulegan glæpamann. 

Í veggnum í klefa hans fann lögreglan stórt gat sem leiddi út úr byggingunni. Þar fyrir utan hafði hann klippt í sundur girðingu sem umlykur fangelsið. Líklegast hefur hann fengið aðstoð að utan og verið sóttur á bifreið. 

Fangelsið sem hann flúði úr er í svokölluðum 2. flokki öryggisfangelsa, næsti flokkur fyrir neðan hæsta öryggisflokk. Mikill fjöldi lögreglumanna tekur nú þátt í leitinni að manninum. 

Sjá frétt Verdens Gang

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert