Kona í fyrsta sinn borgarstjóri Parísar

Anne Hidalgo
Anne Hidalgo Wikipedia

Sósí­al­ist­ar sigruðu í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Par­ís sem lauk í dag sam­kvæmt út­göngu­spám sem þýðir að fram­bjóðandi þeirra í stól borg­ar­stjóra, Anne Hi­dal­go, verður vænt­an­lega fyrsta kon­an til þess að gegna embætt­inu.

Fram kem­ur í frétt AFP að út­göngu­spárn­ar bendi til þess að Hi­dal­go, sem er 54 ára og nú­ver­andi vara­borg­ar­stjóri Par­ís­ar, hafi hlotið 54,2% at­kvæða í seinni um­ferð kosn­ing­anna. Nathalie Kosciu­sko-Morizet, fram­bjóðandi miðju- og hægrimanna, hlaut hins veg­ar 45,5%.

Frétt mbl.is: Snýst um póli­tík, ekki kyn

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka