Sósíalistar sigruðu í borgarstjórnarkosningunum í París sem lauk í dag samkvæmt útgönguspám sem þýðir að frambjóðandi þeirra í stól borgarstjóra, Anne Hidalgo, verður væntanlega fyrsta konan til þess að gegna embættinu.
Fram kemur í frétt AFP að útgönguspárnar bendi til þess að Hidalgo, sem er 54 ára og núverandi varaborgarstjóri Parísar, hafi hlotið 54,2% atkvæða í seinni umferð kosninganna. Nathalie Kosciusko-Morizet, frambjóðandi miðju- og hægrimanna, hlaut hins vegar 45,5%.
Frétt mbl.is: Snýst um pólitík, ekki kyn