Hvalveiðar Japana bannaðar

Alþjóðadómstóllinn, æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, komst að þeirri niðurstöðu í dag að hvalveiðiáætlun Japans á suðurskautinu þjónaði engum vísindalegum tilgangi. Japanir veiða um 1000 hvali þar á ári, að eigin sögn í vísindaskyni. Dómstóllinn hefur úrskurðað að Japanir skuli hætta hvalveiðum.

„Japan ber að endurkalla hvers kyns heimild, leyfi eða umboð sem veitt hafa verið í tengslum við Jarpa II (hvalveiðiverkefnið) og falla frá frekari veitingu leyfa vegna áætlunarinnar,“ segir í dómsorði Petars Tomka, dómara Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna (ICJ).

Það voru Ástralar sem sóttu málið gegn Japönum fyrir Alþjóðadómstólnum. Ástralar hafa ásamt fleirum sakað Japani um að nota vísindarannsóknir sem yfirvarp fyrir hvalveiðum.

12 af 16 dómurum greiddu atkvæði með því að Japanir skuli tafarlaust hætta hvalveiðum. Úrskurður Alþjóðadómstólsins er bindandi og hafa japönsk stjórnvöld sagst munu hlíta niðurstöðu hans, að því er fram kemur á vef BBC.

Sjá niðurstöðu Alþjóðadómstólsins

Dómurinn var kveðinn upp í Hag í morgun.
Dómurinn var kveðinn upp í Hag í morgun. AFP
Hvalur dreginn um borð í japansk skip á Suðurskautinu.
Hvalur dreginn um borð í japansk skip á Suðurskautinu.
Fulltrúar Japans í dómssalnum í Hag í morgun, f.v. Koji …
Fulltrúar Japans í dómssalnum í Hag í morgun, f.v. Koji Tsuruoka, Masaru Tsuji, Payam Akhavan, Alan Boyle og Yuji Iwasawa. AFP
Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru fer frá höfn í Hiroshima.
Japanska hvalveiðiskipið Nisshin Maru fer frá höfn í Hiroshima. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert