„Hann lofar að reykja bara gras, ekki krakk,“ er meðal þess sem fram kemur á auglýsingaskiltum víða um Toronto í Kanada. Borgarstjórakosningarnar nálgast og auglýsingunum er beint gegn hinum umdeilda Rob Ford sem sækist eftir endurkjöri.
Að baki auglýsingaherferðinni standa samtökin No Ford Nation. Þau hafa komið upp auglýsingaskiltum víða þar sem grín er gert að Ford en hann hefur fengið sinn skammt af gagnrýni, m.a. eftir að hafa viðurkennt að hafa neytt krakks, keypt vændiskonur og orðið sér til skammar vegna ofdrykkju.
„Þegar ég pissa á almannafæri næst það aldrei á myndavél,“ segir á einu skiltinu. Á öðru stendur: „Ef ég verð kosinn, þá lofa ég að verða bara fullur almannafæri. Allir eru skárri en Rob Ford.“
Enginn frambjóðendanna sem prýða veggspjöldin eru raunverulegir. Herferðinni er eingöngu beint gegn Ford.