„Lofar að reykja bara gras, ekki krakk“

„Hann lof­ar að reykja bara gras, ekki krakk,“ er meðal þess sem fram kem­ur á aug­lýs­inga­skilt­um víða um Toronto í Kan­ada. Borg­ar­stjóra­kosn­ing­arn­ar nálg­ast og aug­lýs­ing­un­um er beint gegn hinum um­deilda Rob Ford sem sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri.

Að baki aug­lýs­inga­her­ferðinni standa sam­tök­in No Ford Nati­on. Þau hafa komið upp aug­lýs­inga­skilt­um víða þar sem grín er gert að Ford en hann hef­ur fengið sinn skammt af gagn­rýni, m.a. eft­ir að hafa viður­kennt að hafa neytt krakks, keypt vænd­is­kon­ur og orðið sér til skamm­ar vegna of­drykkju. 

„Þegar ég pissa á al­manna­færi næst það aldrei á mynda­vél,“ seg­ir á einu skilt­inu. Á öðru stend­ur: „Ef ég verð kos­inn, þá lofa ég að verða bara full­ur al­manna­færi. All­ir eru skárri en Rob Ford.“

Eng­inn fram­bjóðend­anna sem prýða vegg­spjöld­in eru raun­veru­leg­ir. Her­ferðinni er ein­göngu beint gegn Ford.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert