Mikið mannfall í árásinni

Barn í þorpinu Boda í Mið-Afríkulýðveldinu. Þorpsbúar, aðallega múslímar, eru …
Barn í þorpinu Boda í Mið-Afríkulýðveldinu. Þorpsbúar, aðallega múslímar, eru einangraðir því allt um kring eru kristnir skæruliðar. AFP

 Að minnsta kosti þrjátíu, aðallega óbreyttir borgarar, féllu í átökum milli kristinna skæruliða og íslamskra uppreisnarmanna í Mið-Afríkulýðveldinu í gær. Þetta staðfestir lögreglan. 

Átökin áttu sér stað í bænum Dekoa. Að minnsta kosti tíu særðust í árásinni.

Ofbeldisaldan er enn að rísa í landinu þrátt fyrir að þangað sé nú komið fjölmennt lið franskra friðargæsluliða. 

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við yfirvofandi hungursneyð í landinu. Stofnunin segir að 1,6 milljónir manna eigi engan mat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert