Margir særðust í stunguárás

mbl.is/Kristinn

Að minnsta kosti 20 og starfsmenn við menntaskóla í Pennsylvaníu eru særðir, þar af fjórir alvarlega, eftir stunguárás í skólanum í morgun. Skólinn heitir Franklin Regional og er í Murrysville, skammt austan við miðborg Pittsburgh. Í frétt CNN-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fórnarlömbin hafi verið að minnsta kosti 20. 

Í frétt ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að níu hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar. Fram kemur að fólkið sé á aldrinum 15-60 ára. 

Fjórum fórnarlömbum var flogið með þyrlu á sjúkrahús.

Árásarmaðurinn er þegar í haldi lögreglu.

Búið er að aflýsa skólahaldi í öðrum menntaskólum sem og grunnskólum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert