Ný gögn í máli Knox

Amanda Knox

Ítalskir dómstólar, sem dæmdu Amöndu Knox í 28 ára fangelsi fyrir morðið á meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, hafa komist að þeirri niðurstöðu að áverkar Kercher gefi til kynna að fleiri en einn árásarmaður hafi átt þátt í morðinu.

Einnig hafa þeir komist að því að meðleigjendurnir Knox og Kercher hafi rifist um peninga kvöldið sem morðið átti sér stað.   

Áfrýjunardómstólar í Flórens á Ítaliu gáfu út í dag 337 blaðsíðna langa útskýringu á dómnum yfir Knox síðan í janúar. Þá var Knox dæmd í 28 ára fangelsi fyrir morðið og fyrrverandi kærasti hennar, Raffaele Sollecito, sem talinn er hafa aðstoðað hana, fékk 25 ára dóm. 

Knox hefur verið í Bandaríkjunum síðan hún var sýknuð af morðinu í október árið 2011 og hefur hún sagt að hún muni ekki fara aftur til Ítalíu. Spurningar hafa þó vaknað um hvort hún verði framseld til Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert