Rob Ford farinn í meðferð

Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanada, hefur gert hlé á …
Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanada, hefur gert hlé á kosningabaráttu sinni og er farinn í meðferð. AFP

Lögregla í Toronto í Kanada hefur hafið rannsókn á neyslu Rob Fords, bæjarstjóra Toronto, á ólöglegum fíkniefnum. Nýtt sönnunargagn barst lögreglu, myndskeið sem sýnir hann reykja krakk. Talið er að myndskeiðið sé aðeins nokkurra daga gamalt. 

Ford tilkynnti í gær að hann myndi taka hlé frá störfum sínum sem borgarstjóri þar sem hann væri á leið í meðferð. Kanadískar sjónvarpsstöðvar sýndu bæjarstjórann fara frá heimili sínu í morgun með stóra ferðatösku í eftirdragi.

Ford, sem er 44 ára, hefur þegar játað að hafa reykt krakk og þá hefur hann einnig drukkið ótæplega af áfengi.

Ég á í vandræðum með áfengi

AFP-fréttaveitan vísar í heimild sem segir að myndskeiðið hafi verið tekið snemma morguns  síðastliðinn laugardag í kjallara á heimili systur Fords, en hún á sjálf við vímuefnavanda að stríða.

„Ég á í vandræðum með áfengi,“ sagði Ford í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær og bætti við að hann hefði tekið slæmar ákvarðanir undir áhrifum þess. „Ég hef barist við þetta í nokkurn tíma.“

„Í dag, eftir að hafa að hugsað um velferð mína í nokkurn tím, hvernig er best að þjóna fólkinu í Toronto og hvað er best fyrir fjölskyldu mína, hef ég ákveðið að taka hlé frá kosningabaráttunni og skyldum mínum sem borgarstjóri og leita mér hjálpar,“ sagði Ford í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert