Rob Ford farinn í meðferð

Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanada, hefur gert hlé á …
Rob Ford, borgarstjóri Toronto í Kanada, hefur gert hlé á kosningabaráttu sinni og er farinn í meðferð. AFP

Lög­regla í Toronto í Kan­ada hef­ur hafið rann­sókn á neyslu Rob Fords, bæj­ar­stjóra Toronto, á ólög­leg­um fíkni­efn­um. Nýtt sönn­un­ar­gagn barst lög­reglu, mynd­skeið sem sýn­ir hann reykja krakk. Talið er að mynd­skeiðið sé aðeins nokk­urra daga gam­alt. 

Ford til­kynnti í gær að hann myndi taka hlé frá störf­um sín­um sem borg­ar­stjóri þar sem hann væri á leið í meðferð. Kanadísk­ar sjón­varps­stöðvar sýndu bæj­ar­stjór­ann fara frá heim­ili sínu í morg­un með stóra ferðatösku í eft­ir­dragi.

Ford, sem er 44 ára, hef­ur þegar játað að hafa reykt krakk og þá hef­ur hann einnig drukkið ótæp­lega af áfengi.

Ég á í vand­ræðum með áfengi

AFP-frétta­veit­an vís­ar í heim­ild sem seg­ir að mynd­skeiðið hafi verið tekið snemma morg­uns  síðastliðinn laug­ar­dag í kjall­ara á heim­ili syst­ur Fords, en hún á sjálf við vímu­efna­vanda að stríða.

„Ég á í vand­ræðum með áfengi,“ sagði Ford í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í gær og bætti við að hann hefði tekið slæm­ar ákv­arðanir und­ir áhrif­um þess. „Ég hef bar­ist við þetta í nokk­urn tíma.“

„Í dag, eft­ir að hafa að hugsað um vel­ferð mína í nokk­urn tím, hvernig er best að þjóna fólk­inu í Toronto og hvað er best fyr­ir fjöl­skyldu mína, hef ég ákveðið að taka hlé frá kosn­inga­bar­átt­unni og skyld­um mín­um sem borg­ar­stjóri og leita mér hjálp­ar,“ sagði Ford í yf­ir­lýs­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert