Reykti krakk en í meðferð vegna áfengis

Borgarstjóri Toronto með pípu. Talið er að hann sé að …
Borgarstjóri Toronto með pípu. Talið er að hann sé að reyka krakk. Skjáskot úr myndskeiðinu

Borg­ar­stjóri Toronto, Rob Ford, er nú á leið í meðferð við áfeng­is­vanda en fyr­ir um ári var hann hvatt­ur til að fara í meðferð en harðneitaði að fara.

Enn eitt mynd­skeiðið af Ford hef­ur nú verið birt á net­inu. Það er sagt tekið ný­lega og á því má sjá hann reykja það sem talið er vera krakk. Fyr­ir ári komst annað mynd­band af slíkri hegðun hans í um­ferð. Sam­starfs­fólk hans og fjöl­skylda hvatti hann þá til að leita sér hjálp­ar en Ford neitaði og hélt upp­tekn­um hætti. Meðferðarúr­ræði var einn þriggja kosta sem lagðir voru fyr­ir borg­ar­stjór­ann þá. 

Ford seg­ist hins veg­ar ekki vera að fara í meðferð vegna eit­ur­lyfjafíkn­ar held­ur áfeng­isneyslu.

Skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjór­ans seg­ir að þó að Ford sé far­inn í meðferð verði rekst­ur borg­ar­inn­ar með sama hætti og áður. Ford hef­ur þó af­salað sér öll­um völd­um tíma­bundið eða á meðan meðferðinni stend­ur. Hann sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri sem borg­ar­stjóri. 

Ford er mjög um­deild­ur en nýt­ur þó hylli meðal borg­ar­búa, þrátt fyr­ir að frétt­ir af fíkni­efna­notk­un hans hafi ít­rekað ratað í fjöl­miðla. Þá hef­ur hann látið ým­is­legt flakka, m.a. móðgað aðra fram­bjóðend­ur í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Gagn­rýndi hann m.a. einn fyr­ir að „styðja alla sam­kyn­hneigða“.

„Sem eldri bróðir hans er ég feg­inn að hann ætli að horf­ast í augu við vanda­mál sín og hafi ákveðið að leita sér hjálp­ar,“ sagði bróðir hand Doug Ford á blaðamanna­fundi í gær. Átti stóri bróðir erfitt með að halda aft­ur af tár­un­um. Í ág­úst sagðist hann aldrei hafa séð borg­ar­stjór­ann bróður sinn bragða áfengi.

„Ég elska bróður minn. Ég mun halda áfram að standa með hon­um og fjöl­skyldu­hans í gegn­um þetta erfiða ferðalag.“

Ford sást yf­ir­gefa heim­ili sitt í gær með stóra ferðatösku. „Þrjá­tíu dag­ar eru ekki svarið, held ég,“ sagði lögmaður hans við dag­blaðið Star um það hversu lengi Ford yrði í meðferð. „Það er eng­inn tím­arammi. Hvað sem þarf til.“

Dia­ne Ford, móðir borg­ar­stjór­ans, seg­ist nú átta sig á því að vandi hans fel­ist ekki aðeins í ofþyngd, eins og hún hélt fram í sjón­varps­viðtali í nóv­em­ber. „Ég vissi ekki hversu al­var­legt þetta er,“ seg­ir hún nú. „Hann er að gera það sem hann þarf að gera og það er gott.“

Aðstoðar­borg­ar­stjóri Toronto, Norm Kelly, seg­ir að líta verði á þetta mál sem „per­sónu­leg­an harm­leik“, ekki sem „kreppu í borg­ar­stjór­inni“.

Kelly seg­ist ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hversu lengi Ford verði frá störf­um. „Hanner að gera það sem ég og fleiri höf­um ráðlagt hon­um í lang­an tíma.“

Frétt Toronto Star

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka