Félagsþjónustunni í Karlskrona í Svíþjóð barst tilkynning í mars árið 2013 frá íbúa sem grunaði að ekki væri allt með felldu í heimilislífi fjölskyldu stúlkunnar sem lést á sjúkrahúsi í gær bjó. Um haustið hringdi íbúi í húsinu í lögregluna, en þá var stúlkan ein heima með tvö börn, ungabarn og annað tveggja ára.
Lögreglan kom að stúlkunni, sem var 8 ára gömul, alvarlega særðri og þungt haldinni í fyrrakvöld eftir að hafa fengið ábendingar um að ekki væri allt með felldu í blokkaríbúð í Karlskrona. Hún var flutt með hraði á spítala í Blekinge en þar var hún úrskurðuð látin.
Lögregla í Karlskrona í Suður-Svíþjóð hefur handtekið karl og konu sem grunuð eru um hrottalegt morð á átta ára gamalli stúlku. Foreldrar hennar eru í útlöndum og vita ekki enn um morðið.
Tilkynningin sneri að því að svo virtist sem ekki væri hugsað nægilega vel um börnin þrjú sem íbúðinni bjuggu. Dyrnar á íbúðinni hefðu til að mynda staðið opnar í lengri tíma og þegar nágranni leit inn í íbúðina sá hann aðeins ungt barn sofandi og svo virtist sem enginn fullorðinn væri í íbúðinni. Í nóvember sama ár barst einnig tilkynning um að stúlkan, sú sem lést í fyrrakvöld, væri ekki nógu vel klædd, en úti var kalt.
Aftonbladet ræðir við konu sem hafði samband við lögreglu í fyrra eftir að hafa fundið lítil dreng í stigagangi fjölbýlishúss í Karlskrona. Drengurinn ýtti í sífellu á dyrabjöllur hússins og virtist mikið niðri fyrir. Konan segist hafa verið hissa, drengurinn hafi verið of lítill til að vera einn og yfirgefinn í stigaganginum.
Gekk hún með drenginn um húsið og bankaði upp á hjá íbúum til að komast í raun um hver ætti hann og skila honum á réttan stað. Loks komu þau að íbúðinni þar sem stúlkan fannst alvarlega særð í gærkvöldi.
Þar var mjög óhreint og bleyjur út um allt, að sögn konunnar. Í eldhúsinu lá ungabarn á gólfinu og ákvað konan því að hringja í lögregluna. Ekki leið þó á löngu þar til húsráðendur komu heim, maðurinn og konan sem nú eru grunuð um morð. Maðurinn var reiður og öskraði á stúlkuna, sem nú er látin, að hún hefði ekki staðið sig við barnapössunina.
Frétt mbl.is: Hrottalegt morð á 8 ára stúlku