Meðferðin líkt og sumarbúðir

Rob Ford
Rob Ford AFP

Rob Ford, borg­ar­stjóri Toronto, lík­ir dvöl­inni á meðferðar­heim­il­inu við dvöl í sum­ar­búðum. Hann fór í meðferð 1. maí sl. við áfeng­is- og eit­ur­lyfja­vanda og seg­ir nú að meðferð sé undra­verð, að vissu leyti svipuð og fót­bolta­sum­ar­búðir sem hann sótti sem barn.

Ford tók sér hlé frá störf­um sín­um sem borg­ar­stjóri og fór í meðferð stuttu eft­ir að mynd­skeið komst í fjöl­miðla sem sýndi hann reykja krakk. „Mér líður vel,“ sagði hann í sam­tali við Toronto Sun. „Meðferð er undra­verð. Þetta minn­ir mig á fót­bolta­búðir.“

Borg­ar­stjór­inn lýs­ir dag­leg­um fund­um á meðferðar­heim­il­inu. Þar hitt­ist fjór­ir til átta þátt­tak­end­ur, lækn­ir og fleiri starfs­menn. Eft­ir fund­ina borðar hann og því næst taka við viðtöl þar sem hann ræðir við einn af starfs­mönn­um heim­il­is­ins.  

„Fólkið í hópn­um mín­um er frá­bært. Við styðjum öll hvert annað. Við tengj­umst á furðuleg­an hátt,“ sagði Ford. Hann vill þó ekki gefa upp hvar hann er í meðferð. „Ég æfi á hverj­um degi og læri um mig sjálf­an, fortíð mína og annað slíkt.“

Þá seg­ist Ford einnig vera að læra að tak­ast á við reiðina sem hann beindi oft að and­stæðing­um sín­um í stjórn­mál­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert