Byssan sem Tamerlan Tsarnaev var með þegar hann lenti í skotbardaga við lögreglu fjórum dögum eftir tilræðið við Boston-maraþonið í fyrra var áður í eigu glæpagengis í Maine. Þetta kemur fram í frétt Los Angeles Times.
Tamerlan Tsarnaev særði lögreglumann alvarlega í umsátri lögreglu og þrátt fyrir að vera særður sjálfur skaut hann á lögreglu þar til hún tæmdist. Síðasta verk hans var að kasta byssunni í lögregluna skömmu áður en hann lést af völdum skotsára.
Byssan, svört Ruger P95, með raðnúmerið 317-87693, var áður í eigu glæpagengis sem seldi krakk kókaín í Portland, Maine.
Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðir hans, hefur játað sig sekan um 30 ákæruatriði sem tengjast tilræðunum, þar á meðal 17 brot sem hvert um sig getur varðað dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsisdóm.
Tsarnaev er einnig ákærður fyrir morð á lögreglumanni í Tækniháskóla Massachusetts (MIT) á flótta bræðranna undan laganna vörðum eftir tilræðin.