Byssan tengd glæpagengi í Maine

Tamerlan Tsarnaev var 26 ára þegar hann lést.
Tamerlan Tsarnaev var 26 ára þegar hann lést.

Byssan sem Tamerlan Tsarnaev var með þegar hann lenti í skotbardaga við lögreglu fjórum dögum eftir tilræðið við Boston-maraþonið í fyrra var áður í eigu glæpagengis í Maine. Þetta kemur fram í frétt Los Angeles Times.

Tamerl­an Ts­arna­ev særði lögreglumann alvarlega í umsátri lögreglu og þrátt fyrir að vera særður sjálfur skaut hann á lögreglu þar til hún tæmdist. Síðasta verk hans var að kasta byssunni í lögregluna skömmu áður en hann lést af völdum skotsára.

Byssan, svört Ruger P95, með raðnúmerið 317-87693, var áður í eigu glæpagengis sem seldi krakk kókaín í Portland, Maine.  

Dzhok­h­ar Ts­arna­ev, yngri bróðir hans, hef­ur játað sig sek­an um 30 ákæru­atriði sem tengj­ast til­ræðunum, þar á meðal 17 brot sem hvert um sig get­ur varðað dauðarefs­ingu eða lífstíðarfang­els­is­dóm. 

Ts­arna­ev er einnig ákærður fyr­ir morð á lög­reglu­manni í Tækni­há­skóla Massachusetts (MIT) á flótta bræðranna und­an lag­anna vörðum eft­ir til­ræðin.

Tamerlan Tsarnaev lést eftir skotbardaga við lögregluna.
Tamerlan Tsarnaev lést eftir skotbardaga við lögregluna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert