Uppljóstrarinn og hermaðurinn Chelsea Manning verður hugsanlega flutt í annað fangelsi. Hún vill gangast undir hormónameðferð vegna kynleiðréttingar en getur það ekki í fangelsinu sem hún dvelur í núna.
Chelsea var sakfelld fyrir að hafa stolið gögnum frá bandarískum yfirvöldum og lekið þeim til WikiLeaks. Chelsea Manning var áður þekkt sem Bradley Manning og afplánar hún 35 ára fangelsisdóm.
Bandaríkjamenn sem gengist hafa undir kynleiðréttingu mega ekki starfa í bandaríska hernum. Verði Chelsea leyst undan skyldum sínum í hernum, getur hún dvalist í almennu fangelsi.
Ekki liggur fyrir hvenær hún verður flutt í annað fangelsi.