Flytja Manning í annað fangelsi

Chelsea Manning (t.h.) vill gangast undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var áður …
Chelsea Manning (t.h.) vill gangast undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var áður þekkt undir nafninu Bradley Manning (t.v.) AFP

Uppljóstrarinn og hermaðurinn Chelsea Manning verður hugsanlega flutt í annað fangelsi. Hún vill gangast undir hormónameðferð vegna kynleiðréttingar en getur það ekki í fangelsinu sem hún dvelur í núna. 

Chelsea var sak­felld fyr­ir að hafa stolið gögn­um frá banda­rísk­um yf­ir­völd­um og lekið þeim til Wiki­Leaks. Chel­sea Mann­ing var áður þekkt sem Bra­dley Mann­ing og afplánar hún 35 ára fangelsisdóm. 

Bandaríkjamenn sem gengist hafa undir kynleiðréttingu mega ekki starfa í bandaríska hernum. Verði Chelsea leyst undan skyldum sínum í hernum, getur hún dvalist í almennu fangelsi.

Ekki liggur fyrir hvenær hún verður flutt í annað fangelsi. 

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert