Rannsókn á dauða hinnar átta ára gömlu Yöru frá Palestínu er langt í frá lokið. Hún fannst látin á heimili sínu í Karlskrona í Suður-Svíþjóð að kvöldi 1. maí sl. Kona og maður, bæði um þrítugt og grunuð um að eiga þátt í dauða stúlkunnar, hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar tvær vikur.
Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhaldið verði framlengt um einn mánuð. Pernilla Åström, saksóknari í málinu, segir að enn eigi eftir að skoða marga þætti málsins. Expressen greinir frá þessu.
Eftir andlát Yöru hafa nokkrir stigið fram og sagt frá ýmsum þáttum í lífi hennar sem voru í ólagi. Svo virðist sem stúlkan hafi oft verið illa klædd, stolið mat úr matvöruverslun, borið ábyrgð á tveimur ungum börnum og verið marin á fótunum.
Félagsþjónustan, skólayfirvöld og lögregla í Karlskrona í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki við vísbendingum um að stúlkan byggi við slæmar aðstæður.
Ræddu við foreldrana sex dögum síðar
Yara reyndi að stela úr búðinni