Björgunaraðgerðum hætt í Tyrklandi

AFP

Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í námunni í Tyrklandi en alls lést 301  í slysinu á þriðjudag. 

Krufningar hafa leitt í ljós að mennirnir létust úr kolsýringseitrun en tvö síðustu líkin voru flutt upp úr námunni í morgun. Að sögn orkumálaráðherra Tyrklands, Taner Yildiz, þá eru ekki fleiri námumenn ofan í námunni. 787 námu­menn voru við vinnu í námunni þegar nám­an hrundi. 

Mótmælt er víða í Tyrklandi og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Skammt frá námunni, í miðborg Soma, hefur lögreglan handtekið 30 mótmælendur en bann hefur verið lagt við mótmælum í bænum. Óeirðarlögregla beitti í gær táragasi, skaut gúmmíkúlum og sprautaði vatni á mómælendur. 

AFP
Námumanna sem fórust í þessu versta iðnaðarslysi í sögu Tyrklands …
Námumanna sem fórust í þessu versta iðnaðarslysi í sögu Tyrklands var minnst í gærkvöldi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert