Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið 18 manns vegna rannsóknar á harmleiknum í námunni þar sem 301 lét lífið. Framkvæmdastjórn námufyrirtækisins Soma Holdings er meðal hinna handteknu. Þetta kemur fram á vef BBC.
Bæði stjórnvöld í Tyrklandi og eigendur námunnar fullyrða að slysið hafi ekki orðið vegna vanrækslu við öryggisreglur. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan hefur verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr slysinu og taka það ekki nærri sér. Ekki hjálpaði til þegar myndir voru birtar af aðstoðarmanni hans sparkandi í mótmælendur við námuna.
Slysið varð þegar sprengja sprakk ofan í námunni, eldur kviknaði í kjölfarið og eiturgas fyllti göngin þar sem 787 verkamenn voru við störf. Krufningar hafa leitt í ljós að dánarorsök flestra hinna látnu var kolsýringseitrun.
Sjá einnig: „Þurfti að klofa yfir lík vina minna“