Þrír ákærðir fyrir manndráp af gáleysi

AFP

Þrír hafa verið ákærðir fyrir manndráp af ríkissaksóknaraembætti Tyrklands vegna sprengingar í námu í Soma sem kostaði 301 lífið. 

Mikil reiði greip um sig meðal almennings og brutust út mótmæli víða. Saksóknarar segja að í ljós hafi komið að rafmagnsbilun orsakaði ekki sprenginguna líkt og talið var í fyrstu. Svo virðist sem kolabruni hafi orsakað myndun carbon monoxide. Það er ósýnilegt og lyktarlaust. Fyrst veldur það svima, svo ruglast fólk og missir að lokum meðvitund. Einmitt vegna þess að efnið er litar og lyktarlaust er það svo hættulegt því fólk verður ekki vart við það. 

Að sögn saksóknara voru 25 handteknir, þar á meðal stjórnarformaður námufyrirtækisins og nú hafa þrír hinna handteknu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Sex hafa verið látnir lausir.

Samkvæmt frétt Dogan fréttastofunnar er það yfirmaður námunnar, Akin Celik, sem hefur verið ákærður auk tveggja verkfræðinga sem starfa hjá fyrirtækinu Soma Komur. Námufyrirtækið hefur neitað því að bera ábyrgð á slysinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert