Segja árásina beinast gegn gyðingum

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrales, segir að skotárásin sem gerð var á safni, sem tileinkað er gyðingum, í miðborg Brussel í dag sé afleiðing af sífelldum undirróðri í Evrópu gegn gyðingum og Ísraelsmönnum.

Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag segir að ýmis rógur og lygi heyrist vanalega í opinberri umræðu í Evrópu þegar rætt sé um Ísrael. Hins vegar sé yfirleitt litið fram hjá glæpum gegn mannkyni og morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innanríkisráðherra Belgíu, Joelle Milquet, segir að of snemmt sé að fullyrða að um beina „gyðingaárás“ hafi verið að ræða. Hins vegar bendi ýmislegt í málinu til þess.

Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Liebermann, tók í sama streng og forsætisráðherrann og sagði að markvisst hefði verið reynt að grafa undan orðspori Ísraelsmanna á undanförnum misserum.

Þrír féllu og einn særðist al­var­lega í skotárásinni, að því er segir í frétt AFP. 

Frétt mbl.is: Þrír féllu í skotárás í Brussel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka