Egyptar kjósa sér forseta

Milljónir Egypta ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta en þetta er annað skiptið á tveimur árum sem forsetakosningar fara fram í landinu.

Gríðarleg öryggisgæsla er við kjörstaði en óttast er að reynt verði að trufla framgang kosninganna. Kjörstaðir verða einnig opnir á morgun. 

Herforinginn Abdul Fattah al-Sisi, sem stóð fyrir því að fráfarandi forseta, Mohammed Morsi, var steypt af stóli í fyrra, er talinn öruggur sigurvegari í kosningunum nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert